Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 10:47 Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira