Erfitt að opna íþróttirnar fyrir öllum og tryggja sanngirni á sama tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 07:35 Ef marka má skýrsluna á íþróttahreyfingin erfitt verk framundan. Getty Regnhlífasamtök íþróttahreyfinga á Bretlandseyjum hafa komist að þeirri niðurstöðu að líklega verða þau sem fara með boðvaldið yfir einstaka íþróttagreinum að ákveða hverju þau ætla að forgangsraða; sanngirni og öryggi eða að gera öllum kleift að taka þátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna um þátttöku trans fólks í keppnisíþróttum, þá sérstaklega trans kvenna, og er afrakstur átján mánaða vinnu og samráðs. Samtökin segja rannsóknir sýna að trans konur búi áfram að yfirburðum þegar kemur að líkamsvexti, styrk og þoli, jafnvel þótt þær hafi gengist undir testosterón bælandi meðferð í samræmi við alþjóðlega staðla Ólympíuhreyfingarinnar. Engin töfralausn sé til þegar kemur að því að jafna leikinn og því séu forsvarsmenn íþróttahreyfinga og einstaka íþróttagreina hvattir til að finna nýjar og frumlegar lausnir til að takast á við vandann; til dæmis aðrar útfærslur á snertiíþróttum til að tryggja öryggi allra. Engin augljós lausn „Íþróttir eiga að vera vettvangur þar sem allir geta verið þeir sjálfir, þar sem allir geta tekið þátt og þar sem komið er fram við alla af góðmennsku, reisn og virðingu,“ segir í nýjum viðmiðum samtakanna, sem samanstanda af UK Sport, Sport England, Sport Wales, Sport Scotland og Sport Northern Ireland. Í þeim er þó ítrekað að engar augljósar leiðir séu til að koma til móts við alla hlutaðeigandur; það er að segja að heimila skilyrðislausa þátttöku trans kvenna, intersex og kynsegin fólks og tryggja sanngirni á sama tíma. Emma Raducanu spilar til sigurs á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Samtökin bresku segja eina mögulega lausn að skipta kvennaíþróttum upp í tvo flokka; einn fyrir einstaklinga sem fæddust með dæmigerð kyneinkenni kvenna og annan opinn flokk fyrir einstaklinga sem fæddust með ódæmigerð kyneinkenni eða dæmigerð kyneinkenni karla.epa/John G. Mabanglo Samkvæmt gildandi reglum Alþjóðlega Ólympíusambandsins mega trans konur taka þátt í kvennaíþróttum ef testosterón magn líkamans hefur verið undir 10 nmól/L í tólf mánuði. Sambandið viðurkenndi hins vegar í ágúst síðastliðnum að reglurnar „þjónuðu ekki tilgangi sínum“ og yrðu endurskoðaðar á næstu misserum. Bresku íþrótthreyfingarnar ganga enn lengra og segja ofangreint viðmið ekki tryggja sanngirni, né heldur öryggi þegar um snertiíþróttir er að ræða. Samkvæmt nýjust rannsóknum sé forskot fullorðinna karlmanna 10 til 12 prósent umfram konur í hlaupi og sundi, 20 prósent í stökkgreinum og 35 prósent í greinum þar sem reynir á styrk keppenda. Tvö ósamrýmanleg sjónarmið Vinnan við skýrsluna fól meðal annars í sér samtöl við fleiri en 300 einstaklinga og 175 samtök, þeirra á meðal núverandi og fyrrverandi íþróttamenn, trans fólk og ýmis samtök kvenna og hinsegin fólks. Enginn gat bent á eina lausn til að koma til móts við öll álitamál, segir í skýrslunni, né eina lausn sem allir gætu verið sáttir við. Samhliða skýrslunni voru því gefnar út leiðbeiningar, eða tillögur, um næstu skref. Í innganginum segir að þeim sé ætlað að opna íþrótthreyfinguna en nú þegar séu margir sem upplifi sig utangarðs þegar kemur að íþróttum og hreyfingu. Þá segir að í þeirri vinnu sem hafi átt sér stað í aðdraganda útgáfu skýrslunnar og leiðbeininganna hafi komið fram tvö ólík sjónarmið; annars vegar þeirra sem vildu forgangsraða skilyrðislausa þátttöku allra en hins vegar þeirra sem sögðu að horfa þyrfti til sanngirni og fylgni við þær reglur sem gerðu keppnisíþróttir að því sem þær væru. „Yfirferðin leiddi í ljós að það er ekki hægt að sætta sjónarmið þessara tveggja hópa innan þess ramma sem hefur verið dregin um íþróttir og að kerfið þarfnast endurræsingar og nýrra hugsunarhátta,“ segir í leiðbeiningunum. Ólíkar íþróttir muni þarnast ólíkrar nálgunar og því meðal annars velt upp hvort mögulegt sé að taka upp opna flokka, hætta kynjaflokkun í þeim tilvikum þegar kyn ætti ekki að skipta máli eða breyta íþróttunum sjálfum. Ekki fýsilegt að horfa á hverja manneskju fyrir sig Í leiðbeiningunum segir svo meðal annars að allar hreyfingarnar sem eigi aðild að samtökunum séu sammála um að tryggja þurfi að transfólk hafi aðgang að íþróttum líkt og aðrir. Hins vegar sé ljóst að heppilegast sé að skipta íþróttum upp samkvæmt kynjatvíhyggjunni; það er að segja í karlaflokka og kvennaflokka. Þá sé þátttaka trans karla í karlaíþróttum almennt séð sanngjörn og örugg en á hinn bóginn sé ekki hægt að tryggja sanngirni þegar trans konur taka þátt í kvennaíþróttum. Trans konur séu almennt séð líklegar til að búa áfram að yfirburðum þrátt fyrir hormónabælandi meðferð. Hvað varðar að skoða hvert tilvik fyrir sig segja samtökin það ekki fýsilegt, meðal annars vegna þess að erfitt sé að ímynda sér vísindaleg viðmið til að skera úr um það hvort einhver er „nógu karlkyns“ eða „nógu kvenkyns“. Þá sé sömuleiðis erfitt að sjá fyrir sér að einstaklingur geri sitt allra besta í mælingum þegar jákvæð niðurstaða fyrir hann væri háð því að hann stæði sig verr. Frétt Guardian um skýrsluna. Frétt Guardian um þýðingu leiðbeininganna. Leiðbeiningar bresku íþróttahreyfinganna um þátttöku trans fólks í keppnisíþróttum. Málefni transfólks Bretland Mannréttindi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna um þátttöku trans fólks í keppnisíþróttum, þá sérstaklega trans kvenna, og er afrakstur átján mánaða vinnu og samráðs. Samtökin segja rannsóknir sýna að trans konur búi áfram að yfirburðum þegar kemur að líkamsvexti, styrk og þoli, jafnvel þótt þær hafi gengist undir testosterón bælandi meðferð í samræmi við alþjóðlega staðla Ólympíuhreyfingarinnar. Engin töfralausn sé til þegar kemur að því að jafna leikinn og því séu forsvarsmenn íþróttahreyfinga og einstaka íþróttagreina hvattir til að finna nýjar og frumlegar lausnir til að takast á við vandann; til dæmis aðrar útfærslur á snertiíþróttum til að tryggja öryggi allra. Engin augljós lausn „Íþróttir eiga að vera vettvangur þar sem allir geta verið þeir sjálfir, þar sem allir geta tekið þátt og þar sem komið er fram við alla af góðmennsku, reisn og virðingu,“ segir í nýjum viðmiðum samtakanna, sem samanstanda af UK Sport, Sport England, Sport Wales, Sport Scotland og Sport Northern Ireland. Í þeim er þó ítrekað að engar augljósar leiðir séu til að koma til móts við alla hlutaðeigandur; það er að segja að heimila skilyrðislausa þátttöku trans kvenna, intersex og kynsegin fólks og tryggja sanngirni á sama tíma. Emma Raducanu spilar til sigurs á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Samtökin bresku segja eina mögulega lausn að skipta kvennaíþróttum upp í tvo flokka; einn fyrir einstaklinga sem fæddust með dæmigerð kyneinkenni kvenna og annan opinn flokk fyrir einstaklinga sem fæddust með ódæmigerð kyneinkenni eða dæmigerð kyneinkenni karla.epa/John G. Mabanglo Samkvæmt gildandi reglum Alþjóðlega Ólympíusambandsins mega trans konur taka þátt í kvennaíþróttum ef testosterón magn líkamans hefur verið undir 10 nmól/L í tólf mánuði. Sambandið viðurkenndi hins vegar í ágúst síðastliðnum að reglurnar „þjónuðu ekki tilgangi sínum“ og yrðu endurskoðaðar á næstu misserum. Bresku íþrótthreyfingarnar ganga enn lengra og segja ofangreint viðmið ekki tryggja sanngirni, né heldur öryggi þegar um snertiíþróttir er að ræða. Samkvæmt nýjust rannsóknum sé forskot fullorðinna karlmanna 10 til 12 prósent umfram konur í hlaupi og sundi, 20 prósent í stökkgreinum og 35 prósent í greinum þar sem reynir á styrk keppenda. Tvö ósamrýmanleg sjónarmið Vinnan við skýrsluna fól meðal annars í sér samtöl við fleiri en 300 einstaklinga og 175 samtök, þeirra á meðal núverandi og fyrrverandi íþróttamenn, trans fólk og ýmis samtök kvenna og hinsegin fólks. Enginn gat bent á eina lausn til að koma til móts við öll álitamál, segir í skýrslunni, né eina lausn sem allir gætu verið sáttir við. Samhliða skýrslunni voru því gefnar út leiðbeiningar, eða tillögur, um næstu skref. Í innganginum segir að þeim sé ætlað að opna íþrótthreyfinguna en nú þegar séu margir sem upplifi sig utangarðs þegar kemur að íþróttum og hreyfingu. Þá segir að í þeirri vinnu sem hafi átt sér stað í aðdraganda útgáfu skýrslunnar og leiðbeininganna hafi komið fram tvö ólík sjónarmið; annars vegar þeirra sem vildu forgangsraða skilyrðislausa þátttöku allra en hins vegar þeirra sem sögðu að horfa þyrfti til sanngirni og fylgni við þær reglur sem gerðu keppnisíþróttir að því sem þær væru. „Yfirferðin leiddi í ljós að það er ekki hægt að sætta sjónarmið þessara tveggja hópa innan þess ramma sem hefur verið dregin um íþróttir og að kerfið þarfnast endurræsingar og nýrra hugsunarhátta,“ segir í leiðbeiningunum. Ólíkar íþróttir muni þarnast ólíkrar nálgunar og því meðal annars velt upp hvort mögulegt sé að taka upp opna flokka, hætta kynjaflokkun í þeim tilvikum þegar kyn ætti ekki að skipta máli eða breyta íþróttunum sjálfum. Ekki fýsilegt að horfa á hverja manneskju fyrir sig Í leiðbeiningunum segir svo meðal annars að allar hreyfingarnar sem eigi aðild að samtökunum séu sammála um að tryggja þurfi að transfólk hafi aðgang að íþróttum líkt og aðrir. Hins vegar sé ljóst að heppilegast sé að skipta íþróttum upp samkvæmt kynjatvíhyggjunni; það er að segja í karlaflokka og kvennaflokka. Þá sé þátttaka trans karla í karlaíþróttum almennt séð sanngjörn og örugg en á hinn bóginn sé ekki hægt að tryggja sanngirni þegar trans konur taka þátt í kvennaíþróttum. Trans konur séu almennt séð líklegar til að búa áfram að yfirburðum þrátt fyrir hormónabælandi meðferð. Hvað varðar að skoða hvert tilvik fyrir sig segja samtökin það ekki fýsilegt, meðal annars vegna þess að erfitt sé að ímynda sér vísindaleg viðmið til að skera úr um það hvort einhver er „nógu karlkyns“ eða „nógu kvenkyns“. Þá sé sömuleiðis erfitt að sjá fyrir sér að einstaklingur geri sitt allra besta í mælingum þegar jákvæð niðurstaða fyrir hann væri háð því að hann stæði sig verr. Frétt Guardian um skýrsluna. Frétt Guardian um þýðingu leiðbeininganna. Leiðbeiningar bresku íþróttahreyfinganna um þátttöku trans fólks í keppnisíþróttum.
Málefni transfólks Bretland Mannréttindi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent