Formenn stjórnarflokka undir feld um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:25 Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu í Ráðherrabústaðnum í dag. stöð 2 Það liggur fyrir fljótlega upp úr helgi hvort stjórnarflokkarnir hefji formlegar viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formenn flokkanna segja vel hafa gengið í þreifingum þeirra undanfarna daga. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar um grundvöll að endurnýjuðu stjórnarsamstarfi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Líklegt er að Framsóknarflokkurinn vilji aukinn hlut við ríkisstjórnarborðið enda segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins að stórsigur hans hafi aukið meirihluta stjórnarinnar. „Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson segir málin ekki komin á það stig að ræða skiptingu ráðuneyta. En rætt hefur verið um að færa til verkefna á milli einstakra ráðuneyta í nýrri stjórn. „Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir formennina nú vera að leggja línurnar varðandi verkefni nýrrar stjórnar og fara yfir ágreiningsmál. „Og reiknum með að að taka okkur núna hlé og vinna heimavinnuna okkar um helgina og hittast aftur á mánudag.“ Þannig að það verður ekki í fyrsta lagi ljóst fyrr en eftir fundinn á mánudag hvort þið farið í formlegar viðræður? „Hvort við setjum þá fleiri til verka og förum þá í það verkefni að skrifa mögulegan stjórnarsáttmála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar um grundvöll að endurnýjuðu stjórnarsamstarfi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Líklegt er að Framsóknarflokkurinn vilji aukinn hlut við ríkisstjórnarborðið enda segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins að stórsigur hans hafi aukið meirihluta stjórnarinnar. „Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson segir málin ekki komin á það stig að ræða skiptingu ráðuneyta. En rætt hefur verið um að færa til verkefna á milli einstakra ráðuneyta í nýrri stjórn. „Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir formennina nú vera að leggja línurnar varðandi verkefni nýrrar stjórnar og fara yfir ágreiningsmál. „Og reiknum með að að taka okkur núna hlé og vinna heimavinnuna okkar um helgina og hittast aftur á mánudag.“ Þannig að það verður ekki í fyrsta lagi ljóst fyrr en eftir fundinn á mánudag hvort þið farið í formlegar viðræður? „Hvort við setjum þá fleiri til verka og förum þá í það verkefni að skrifa mögulegan stjórnarsáttmála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02