Minnir á siðareglur lækna í tengslum við umræðu um stöðu bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 15:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minnti lækna á ákvæði í siðareglum lækna þess eðlis að þeir skuli gæta fyllstu varkárni í umræðu um fagleg mál, í vikulegum forstjórapistli Páls. Hann vill að starfsfólk Landspítalas sameinist í sterku ákalli til stjórnvalda. Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56