Næsti formaður KÍ? Heimir Eyvindarson skrifar 4. október 2021 08:02 Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun