Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi hjá Karolinska-stofnuninni í morgun. Tilkynnt verður um nýja Nóbelsverðlaunahafa næstu daga.
Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að uppgötvanir þeirra Julius og Patapoutian hafi átt þátt í að auka skilning okkar flóknum samskiptum skynfæra okkar og umhverfisins, en viðtakar eru prótínbyggingar á frumum sem stýra viðbrögðum við áreiti.
Julius er lífefnafræðingur sem starfar sem prófessor við Kaliforníuháskóla, en hinn bandarísk-armenski Patapoutian er líffræðingur og taugasérfræðingur og starfar við Scripps-rannsóknarstofuna í Kaliforníu.
Ardem Patapoutian kom hingað til lands árið 2018 og flutti þá erindi í Fróða, fyrirlestrarsal í byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Þá vann hann með Eiríki Steingrímssyni, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, á doktorsnámsárum þeirra í UCLA.