Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 10:26 Starfandi fólki í listgreinum hefur farið fækkandi á seinustu árum. Getty/Jacobs Stock Photography Ltd Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM. Menning Vinnumarkaður Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM.
Menning Vinnumarkaður Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira