Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 10:26 Starfandi fólki í listgreinum hefur farið fækkandi á seinustu árum. Getty/Jacobs Stock Photography Ltd Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM. Menning Vinnumarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM.
Menning Vinnumarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira