„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:00 Teitur Örlygsson gaf áhorfendum Körfuboltakvölds innsýn í það hvernig það var að þjálfa í Garðabænum. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira