„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:00 Teitur Örlygsson gaf áhorfendum Körfuboltakvölds innsýn í það hvernig það var að þjálfa í Garðabænum. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira