Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 18:09 Starfsmaðurinn sem um ræðir var trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli, að sögn Eflingar. Því er Icelandair ekki endilega sammála. Vísir/Vilhelm Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira