Víðir hélt utan fyrir nokkru til að aðstoða við leitina, en eins og fram hefur komið féll Rósinkrans af sæþotu við sænsku eyjuna Öland.
Víðir sagði að síðustu dagar hefðu verið afar erfiðir. Leitin hafi loks borið árangur í morgun þegar kafarar frá sænsku landhelgisgæslunni fundu Rósinkrans á hafsbotni nálægt þeim stað þar sem hann féll útí.
„Þetta var svolítið skrítið því að það var búið að leita mjög vel á þessu svæði. Svo finnst hann af þessum köfurum sem voru þarna við æfingar. Þeir áttu upphaflega að vera annarsstaðar en færðu æfinguna að leitarsvæðinu.“
Víðir skrifaði um leitina á Facebooksíðu sína í gær: