Heimur sem var ekki hannaður fyrir mig Sæunn Gísladóttir skrifar 15. október 2021 08:00 Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Sæunn Gísladóttir Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun