Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2021 08:39 Í flóttamannabúðunum í Roj í norðausturhluta Sýrlands dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. EPA Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. „Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
„Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn.
Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira