Akureyri. net greindi fyrst frá en Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Brekkuskóla, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Nemendurnir sneru aftur í skólann í gær eftir að hafa verið í sóttkví í viku.
„Þau komust aftur í skólann í einn dag, þá eru þau farin aftur í viku,“ segir Jóhanna María.
Starfsmaður skólans sem verið hafði í smitgát fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í gær, en að sögn Jóhönnu hafði hann farið reglulega í slík hraðpróf síðustu vikuna, og þau alltaf hafa reynst neikvæð, þangað til í gær.
„Þau segja bara að þetta sé hundleiðinlegt en svo láta þau sig hafa þetta,“ segir Jóhanna María aðspurð um hvernig krakkarnir hafi tekið fregnunum.
Alls eru 127 í einangrun á Norðurlandi eystra og 1.269 í sóttkví, flestir á Akureyri í tengslum við hópsmit sem komið hefur upp í bænum. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru krakkar á grunnskólaaldri.