Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2021 16:51 Newcastle hefur verið í eigu Mike Ashley frá árinu 2007. Getty/Jack Thomas Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. Um 300 milljóna punda yfirtöku er að ræða en málið var ekki frágengið fyrr en nú síðdegis eftir að ljóst varð að enska úrvalsdeildin hefði samþykkt hana. Í yfirlýsingu frá deildinni segir að hún hafi fengið lagalega staðfestingu á því að Newcastle verði ekki í eigu ríkisins Sádi-Arabíu. Eigandinn er fjárfestingarsjóðurinn Public Investment Fund sem litið er á að sé ekki tengdur ríkinu. Þar með stenst yfirtakan reglur ensku úrvalsdeildarinnar en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt deildina til að breyta reglum sínum og hafa þar mannréttindasjónarmið í huga. Sádi-arabísk stjórnvöld hafa verið sökuð um afar alvarleg mannréttindabrot. Stuðningsmenn Newcastle hafa margir lengi beðið eftir því að losna við eigandann Mike Ashley og verður nú að þeirri ósk sinni. Ljóst er að nýjum eigendum fylgir stóraukið fé til leikmannakaupa og Sky Sports segir að búast megi við því að stjórinn Steve Bruce verði látinn taka pokann sinn. Næsti leikur Newcastle er gegn Tottenham 17. október. Liðið er með þrjú stig eftir sjö umferðir, í næstsneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Sádi-Arabía Bretland England Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Um 300 milljóna punda yfirtöku er að ræða en málið var ekki frágengið fyrr en nú síðdegis eftir að ljóst varð að enska úrvalsdeildin hefði samþykkt hana. Í yfirlýsingu frá deildinni segir að hún hafi fengið lagalega staðfestingu á því að Newcastle verði ekki í eigu ríkisins Sádi-Arabíu. Eigandinn er fjárfestingarsjóðurinn Public Investment Fund sem litið er á að sé ekki tengdur ríkinu. Þar með stenst yfirtakan reglur ensku úrvalsdeildarinnar en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt deildina til að breyta reglum sínum og hafa þar mannréttindasjónarmið í huga. Sádi-arabísk stjórnvöld hafa verið sökuð um afar alvarleg mannréttindabrot. Stuðningsmenn Newcastle hafa margir lengi beðið eftir því að losna við eigandann Mike Ashley og verður nú að þeirri ósk sinni. Ljóst er að nýjum eigendum fylgir stóraukið fé til leikmannakaupa og Sky Sports segir að búast megi við því að stjórinn Steve Bruce verði látinn taka pokann sinn. Næsti leikur Newcastle er gegn Tottenham 17. október. Liðið er með þrjú stig eftir sjö umferðir, í næstsneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Sádi-Arabía Bretland England Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira