Í tilkynningu frá lögreglu kemur ekkert meira fram um atburðarásina í undanfara hegðunar konunnar nema að hún er grunuð um nytjastuld á bifreið.
Fleiri voru til vandræða í nótt en lögregla var kölluð til og handtók mann sem var að áreita fólk á tjaldstæði í borginni. Var hann í annarlegu ástandi. Þá var öðrum manni vísað út af veitingastað fyrir ógnandi framkomu.
Lögreglu barst einnig tilkynning um eignaspjöll og hótanir en það er ekki útskýrt nánar.
Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt voru maður og kona handtekin vegna húsbrots og þá voru fimm ökumenn stöðvaðir í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt grunaðir um að aka undir áhrifum.