Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 10:53 Símtalið barst þegar hjónin voru komin út á Keflavíkurflugvöll á leið heim til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira