Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 11:37 Hópsýking á Akureyri hefur sett sinn svip á bæinn að undanförnu. Vísir/Tryggvi Páll 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30