Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Snorri Másson skrifar 9. október 2021 12:08 Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira