Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Snorri Másson skrifar 9. október 2021 12:08 Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira