Þetta kemur fram í frétt Sky Sports og ljóst er að Börsungar eru að fara sömu leið og Real Madríd sem lék heimaleiki sína á æfingasvæði sínu þar sem Santiago Bernabéu var lokaður vegna viðgerða.
Samkvæmt Laporta munu viðgerðir Camp Nou taka þrjú til fjögur ár en Börsungar munu aðeins þurfa að leika heimaleiki sína á öðrum velli í 12 mánuði.
„Við erum að skoða aðra valmöguleika en líklegasti áfangastaðurinn er Johan Cruyff-völlurinn,“ sagði Laporta um málið. Um er að ræða leikvang þar sem kvennalið Börsunga spilar heimaleiki sína.
Hann tekur aðeins sex þúsund áhorfendur í sæti en ef karlalið félagsins á að spila þarf að vera hægt að koma 50 þúsund áhorfendum fyrir á leikvanginum. Ef það er ekki hægt er horft til Montjuic-vallarins þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram. Espanyol, erkifjendur Barcelona, lék heimaleiki sína þar í þónokkur ár.
Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu með 99 þúsund sæti. Barcelona stefnir í að bæta við 11 þúsund sætum sem og félagið vill taka leikvanginn í gegn. Laporta segir uppfærðan Camp Nou vera grundvöll fyrir því að félagið verði starfhæft á næstu árum.