Fyrri hálfleikur var stál í stál en gestirnir urðu fyrir áfalli þegar tíu mínútur voru til hálfleiks, Georgia Stanway var þá rekin af velli og gestirnir tíu á móti 11 það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Khadija Shaw kom City yfir aðeins þremur mínútum síðar og staðan var 1-0 gestunum í vil í hálfleik.
Þannig var staðan allt þangað til á 72. mínútu þegar flóðgáttirnar opnuðust. Lucy Staniforth jafnaði metin og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Alessia Russo annað mark Man Utd og staðan orðin 2-1. Eva var þó ekki lengi í paradís og Ellen White jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar.
It s been a wild Manchester derby in the @BarclaysFAWSL
— B/R Football (@brfootball) October 9, 2021
Man Utd 0-1 Man City (38 )
Man Utd 1-1 Man City (72 )
Man Utd 2-1 Man City (75 )
Man Utd 2-2 Man City (79 ) pic.twitter.com/eK4QZ8o1Yn
Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Eftir leikinn eru María og stöllur hennar í 3. sæti með 10 stig að loknum fimm umferðum. Man City er í tómu tjóni þessa dagana en liðið er með 4 stig í 9. sæti deildarinnar.