Innlent

Hand­tekinn þegar hann sneri aftur á vett­vang glæpsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók viðkomandi, sem hafði farið af vettvangi en sneri fljótlega aftur.
Lögreglan handtók viðkomandi, sem hafði farið af vettvangi en sneri fljótlega aftur. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Sá grunaði kom hins vegar aftur á hótelið stuttu síðar, þar sem hann var handtekinn af lögreglu. Að svo búnu var hann færður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla, áður en honum var sleppt á nýjan leik.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um bókuð mál frá klukkan fimm í morgun til fimm nú síðdegis.

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari athugun kom svo í ljós að bifreiðin sem viðkomandi ók var stolin. Ökumaðurinn og farþegi hans voru handteknir og vistaðir í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×