Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 11:22 Veggmynd af Alexei Navalní í Genf í Sviss. Hann dúsir nú í rússnesku fangelsi og gæti vel ílengst þar verði stjórnvöldum í Kreml að vilja sínum. Vísir/EPA Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34