Minna eftir í veski landsmanna út af stöðunni í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2021 18:31 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fullyrðir að minna verði eftir í veski landsmanna um hver mánaðamót vegna stöðunnar í Reykjavík. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í húsnæðisskort sem valdi hærra íbúðaverði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir málfutning borgarstjóra um 3000 byggingarlóðir villandi. Alltof fáar íbúðir séu reistar á hverju ári í borginni sem komi niður á ráðstöfunartekjum heimilanna. Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“ Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira
Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“
Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira