Völd leiðtoga yfir þingmönnum myndu aukast ef þingsæti fylgdu flokkum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 19:47 Stefanía Óskarsdóttir er dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ýmis rök hníga að því að þingsæti fylgi þingmönnum frekar en þingflokkum. Að öðrum kosti kynni agi forystumanna flokkanna yfir þingmönnum sínum að verða slíkur að enginn þingmaður þyrði öðru en að fylgja flokkslínum til hins ítrasta, af ótta við að missa þingsæti sitt. Stefanía var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, í tilefni af flokkaskiptum Birgis Þórarinssonar, sem tilkynnti nú um helgina að hann hefði ákveðið að yfirgefa þingflokk Miðflokksins og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ákvörðun Birgis kom aðeins tveimur vikum eftir að hann náði inn á þing í Suðurkjördæmi fyrir Miðflokkinn, en þing hefur ekki enn verið sett eftir kosningarnar. Ákvörðunin hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum en Sjálfstæðismenn hafa sumir hverjir tekið Birgi fagnandi. Þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu Stefanía bendir á að flokkaskipti þingmanna séu hluti af þeirri lýðræðislegu umræðu sem eigi sér stað hér á landi, sérstaklega á síðustu árum. „Það er gengið út frá því í okkar stjórnarskrá að þingmaður sé ekki bundinn af öðru heldur en sinni sannfæringu, en eins og þið segið þá er listakosning. Þannig að fólk er kosið inn sem hluti af liði og við sjáum það á þingi að það er ansi mikill agi á þingflokkum.“ Þannig segir Stefanía að ef atkvæðagreiðslur í þinginu séu skoðaðar megi lesa úr þeim að þingmenn fylgi að jafnaði línu síns flokks, og að ýmsar ástæður gætu verið fyrir því. „En aginn yrði enn meiri ef þingmenn ættu það á hættu að missa þingsæti sitt ef þeir settu sig eitthvað upp á móti þingflokknum sínum, væru reknir úr þingflokk og væru þar af leiðandi búnir að missa þingsætið,“ segir Stefanía. Stærð þingflokka spili inn í fjárstuðning Stefanía segir að slíkt fyrirkomulag, að þingmenn sem yfirgefi þingflokka sína missi hreinlega þingsæti sitt, þekkist til að mynda í Rússlandi. Þingflokkurinn fengi þá inn varamann. „Með öðrum orðum, slík regla myndi þýða það að agi forystunnar, þingflokksformanns eða formanns flokksins, myndi aukast miklu meira heldur en reyndin er ef það væri hægt að reka þingmann úr þingflokki og hann missir þingsæti sitt eða ef hann ákveður að yfirgefa þingflokk af ýmsum ástæðum og dettur út af þingi.“ Stefanía segir það liggja í hlutarins eðli að í lýðræðisríkjum séu þingmenn frjálsir til þess að láta í ljós sína skoðun, þrátt fyrir að almennt fylgi þeir flokkslínum. „En það er margt í húfi í nútímanum þegar kemur að stærð þingflokks. Í fyrsta lagi þarf stjórnarmeirihlutinn á öllum þingmönnum að halda til að tryggja meirihluta á þingi. En það er ekki bara það, það er líka það að það eru svo miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir þingflokka.“ Stefanía bendir á að stjórnmálaflokkar hér á landi, og raunar víðar, njóti fjárstuðnings frá ríkinu. Þaðan fái þeir raunar mest sitt fjármagn, en því fjármagni er dreift á grundvelli fjölda þingmanna. Því sé það nokkuð skakkafall fyrir lítinn þingflokk á borð við Miðflokkinn að missa strax einn þingmann af þremur. Þar með dragist fjárstuðningurinn saman sem því nemur og færist yfir til Sjálfstæðisflokksins, sem nú telur 17 þingmenn. Erfitt að færa sönnur á að fylgið sé Birgis en ekki Miðflokksins Stefanía segir það skýrt í málflutningi Birgis, þar sem hann rökstyður flokkaskiptin, að hann telji hluta þess fylgis sem hann hlaut sem oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, að hann telji að hluti fylgis hans hafi beinst að honum persónulega. „Hann að hluta til réttlættir stuðninginn sem hann fékk út frá því að þetta væri persónulegur stuðningur við hann en ekki stefnu flokksins. En það er auðvitað mjög erfitt að færa sönnur á eitthvað slíkt, vegna þess að fólk hefur ekkert annað í hendi heldur en að merkja við flokka.“ Sjálf segist Stefanía telja að núverandi fyrirkomulag sé betra en að þingsætin fylgi flokkunum, frekar en þingmönnum. „Vegna þess að innan þingflokkanna þarf auðvitað að geta átt sér stað heiðarleg og málefnaleg umræða. Þingmenn þurfa að geta verið óhræddir við að segja sína skoðun þó að þeir á endanum kannski beygi sig undir meirihlutavilja þingflokksins, en það geta komið upp þær aðstæður að þingmaður upplifi það að hann geti ekki lengur unnið með þessum hópi og hann færi sig yfir. Þannig að ég myndi ekki mæla með neinum breytingum þarna á.“ Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefanía var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, í tilefni af flokkaskiptum Birgis Þórarinssonar, sem tilkynnti nú um helgina að hann hefði ákveðið að yfirgefa þingflokk Miðflokksins og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ákvörðun Birgis kom aðeins tveimur vikum eftir að hann náði inn á þing í Suðurkjördæmi fyrir Miðflokkinn, en þing hefur ekki enn verið sett eftir kosningarnar. Ákvörðunin hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum en Sjálfstæðismenn hafa sumir hverjir tekið Birgi fagnandi. Þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu Stefanía bendir á að flokkaskipti þingmanna séu hluti af þeirri lýðræðislegu umræðu sem eigi sér stað hér á landi, sérstaklega á síðustu árum. „Það er gengið út frá því í okkar stjórnarskrá að þingmaður sé ekki bundinn af öðru heldur en sinni sannfæringu, en eins og þið segið þá er listakosning. Þannig að fólk er kosið inn sem hluti af liði og við sjáum það á þingi að það er ansi mikill agi á þingflokkum.“ Þannig segir Stefanía að ef atkvæðagreiðslur í þinginu séu skoðaðar megi lesa úr þeim að þingmenn fylgi að jafnaði línu síns flokks, og að ýmsar ástæður gætu verið fyrir því. „En aginn yrði enn meiri ef þingmenn ættu það á hættu að missa þingsæti sitt ef þeir settu sig eitthvað upp á móti þingflokknum sínum, væru reknir úr þingflokk og væru þar af leiðandi búnir að missa þingsætið,“ segir Stefanía. Stærð þingflokka spili inn í fjárstuðning Stefanía segir að slíkt fyrirkomulag, að þingmenn sem yfirgefi þingflokka sína missi hreinlega þingsæti sitt, þekkist til að mynda í Rússlandi. Þingflokkurinn fengi þá inn varamann. „Með öðrum orðum, slík regla myndi þýða það að agi forystunnar, þingflokksformanns eða formanns flokksins, myndi aukast miklu meira heldur en reyndin er ef það væri hægt að reka þingmann úr þingflokki og hann missir þingsæti sitt eða ef hann ákveður að yfirgefa þingflokk af ýmsum ástæðum og dettur út af þingi.“ Stefanía segir það liggja í hlutarins eðli að í lýðræðisríkjum séu þingmenn frjálsir til þess að láta í ljós sína skoðun, þrátt fyrir að almennt fylgi þeir flokkslínum. „En það er margt í húfi í nútímanum þegar kemur að stærð þingflokks. Í fyrsta lagi þarf stjórnarmeirihlutinn á öllum þingmönnum að halda til að tryggja meirihluta á þingi. En það er ekki bara það, það er líka það að það eru svo miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir þingflokka.“ Stefanía bendir á að stjórnmálaflokkar hér á landi, og raunar víðar, njóti fjárstuðnings frá ríkinu. Þaðan fái þeir raunar mest sitt fjármagn, en því fjármagni er dreift á grundvelli fjölda þingmanna. Því sé það nokkuð skakkafall fyrir lítinn þingflokk á borð við Miðflokkinn að missa strax einn þingmann af þremur. Þar með dragist fjárstuðningurinn saman sem því nemur og færist yfir til Sjálfstæðisflokksins, sem nú telur 17 þingmenn. Erfitt að færa sönnur á að fylgið sé Birgis en ekki Miðflokksins Stefanía segir það skýrt í málflutningi Birgis, þar sem hann rökstyður flokkaskiptin, að hann telji hluta þess fylgis sem hann hlaut sem oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, að hann telji að hluti fylgis hans hafi beinst að honum persónulega. „Hann að hluta til réttlættir stuðninginn sem hann fékk út frá því að þetta væri persónulegur stuðningur við hann en ekki stefnu flokksins. En það er auðvitað mjög erfitt að færa sönnur á eitthvað slíkt, vegna þess að fólk hefur ekkert annað í hendi heldur en að merkja við flokka.“ Sjálf segist Stefanía telja að núverandi fyrirkomulag sé betra en að þingsætin fylgi flokkunum, frekar en þingmönnum. „Vegna þess að innan þingflokkanna þarf auðvitað að geta átt sér stað heiðarleg og málefnaleg umræða. Þingmenn þurfa að geta verið óhræddir við að segja sína skoðun þó að þeir á endanum kannski beygi sig undir meirihlutavilja þingflokksins, en það geta komið upp þær aðstæður að þingmaður upplifi það að hann geti ekki lengur unnið með þessum hópi og hann færi sig yfir. Þannig að ég myndi ekki mæla með neinum breytingum þarna á.“
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira