Umbi Haalands fundar með City Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 07:31 Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund. Getty/Mareen Meyer Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar. Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira