Vilja hraða orkuskiptum með grænum orkugarði á Reyðarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 13:13 Aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia. Landsvirkjun Viljayfirlýsing um þátttöku fyrirtækja í uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Vonast er til að verkefnin geti hraðað orkuskiptum á Íslandi. Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira