Síðast var kosið til þings í Japan árið 2017 en þá vann Frjályndi lýðræðisflokkurinn hreinan meirihluta þingsæta. Þá var flokkurinn enn undir forystu Shinzo Abe. Eftirmaður Abe, Yoshihide Suga tilkynnti í september að hann sæktist ekki eftir því að sitja áfram eftir aðeins ár í embættinu.
Kishida tók þá við stjórnartaumunum í flokknum og var kjörinn forsætisráðherra af þingmönnum.
Kosningabaráttan hefst strax á fimmtudag. Kosið er um öll 465 sætin í neðri deild þingsins sem er sú valdameiri í Japan. Kishida lofar því að stýra landinu með traust og samhyggð að leiðarljósi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Ákvörðun Kishida um að rjúfa þing er ekki óumdeild. Yuichiro Tamaki, leiðtogi Lýðræðislega þjóðarflokksins, sakar Kishida um eigirni fyrir að boða til kosninga svo snemma í forsætisráðherratíð sinni.
„Það er óljóst fyrir hvaða stefnumálum hann sækist eftir umboði frá kjósendum,“ segir Tamaki.