Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að sjá samstarf Íslands og Grænlands blómstra. Vísir/Vilhelm Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“ Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“
Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46