„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“ Atli Arason skrifar 15. október 2021 23:00 Hlynur Bæringsson sagði að Stjörnumenn hefðu verið of soft gegn Keflvíkingum í kvöld Vísir/Getty Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
„Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira