Fórnarlömbin í Kongsberg voru myrt með eggvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 15:10 Þrjár konu leggja blóm og kerti til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Kongsberg. Vísir/EPA Fimm manns sem létu lífið í árás vopnaðs manns í Kongsberg í Noregi í síðustu viku voru stungnir til bana en ekki skotnir með boga og örvum eins og talið var í fyrstu. Sumir þeirra voru myrtir heima hjá sér en aðrir úti á götu. Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36