Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 20:31 Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Egill Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“ Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00