Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:30 Knattspyrnustjórarnir Diego Simeone og Jürgen Klopp heilsast fyrir síðast leik milli sinna leikja. Getty/Nick Potts Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira