Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 10:01 Það er nóg til hjá Newcastle eftir yfirtöku Sádi Araba og stuðningsmenn félagsins eru margir glaðbeittir eftir mögur ár í eigendatíð Mike Ashley. Getty/Ian MacNicol Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður. Enski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður.
Enski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira