Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2021 11:48 Að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara hafa skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ/Vísir/Egill Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“ Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“
Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira