Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Svanur Guðmundsson skrifar 20. október 2021 07:01 Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun