Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 08:01 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í síðasta Meistaradeildarleik liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni. United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira