Bannon var kallaður fyrir nefndina fyrir nokkru síðan en hefur neitað að mæta.
Þessi úrskurður nefndarinnar verður nú borinn undir alla fulltrúadeildina og ef hún er sammála gæti dómsmálaráðuneytið ákært hann formlega. Þannig gæti Bannon átt yfir höfði sér árs fangelsi fyrir að mæta ekki fyrir nefndina.
Nefndin er skipuð sjö Demókrötum og tveimur Repúblikönum og voru allir sammála um úrskurðinn.
Trump sjálfur hefur margoft hvatt fyrrverandi starfsfólk sitt til þess að mæta ekki fyrir nefndina og stendur sjálfur í málaferlum til að koma í veg fyrir að nefndin fái aðgang að gögnum varðandi málið.