Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 10:22 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi vísir/tryggvi páll Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07