Fundu líkamsleifar og bakpoka Laundrie á sama stað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 20:02 Líkamsleifar fundust í morgun nálægt bakpoka í eigu Laundrie. Hans hefur verið leitað í rúman mánuð af lögreglu. Octavio Jones/Getty Líkamsleifar hafa fundist á sama stað og bakpoki Brians Laundrie, unnusta Gabrielle Petito, sem hefur verið leitað í meira en mánuð. Lögreglan hefur leitað Laundrie svo vikum skipti í tengslum við morðið á Petito. Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42
Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00