Frá því að yfirtaka Sádana gekk í gegn hefur borið hefur á því að ýmsir stuðningsmenn félagsins hafa mætt í klæðnaði sem tíðkast nær eingöngu í Miðausturlöndum.
„Newcastle United biður stuðningsmenn félagsins vinsamlegast um að klæðast ekki hefðbundnum arabískum fatnaði eða bera höfuðföt sem svipa til þeirra sem tíðkast í Miðausturlöndum ef stuðningsmenn klæðast ekki slíkum fatnaði dagsdaglega,“ segir í yfirlýsingu frá Newcastle United um málið.
Þó eigendur félagsins hafi ekki tekið illa í gjörninginn er talið að stuðningsmennirnir gætu verið ásakaðir um að hæðast að menningu Miðausturlanda.
„Allir sem sækja félagið heim eru hvattir til að klæðast því sem þeir vilja og sýna þannig það fjölmenningarsamfélag sem styður félagið,“ segir einnig í yfirlýsingu félagsins.
Newcastle United have asked supporters to refrain from wearing mock headdresses following the club's takeover by a Saudi-backed consortium.
— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2021
Það vill þó helst forðast að stuðningsmenn þess verði ásakaðir um að hæðast að menningu annarra landa eða heimsálfa.