Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Þór Ak. 88-77 | Dýrmætur sigur heimamanna Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 22. október 2021 20:30 Kolbeinn Fannar Gíslason og félagar í Þór enduðu í 7. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. vísir/bára Vestri tók á móti Þór í 3. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í járnum mest allan tímann, en að lokum hafði Vestri sigur, 88-77, eftir að Ken-Jah hafði tekið yfir fjórða leikhlutann. Vestri leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, sem endaði 20-19, en augljóst var að bæði liðin ætluðu að gefa allt í leikinn, enda hvorugt þeirra komið með stig á töfluna. Í öðrum leikhluta var Vestri sterkari aðilinn og unnu hann með sjö stigum, 27-20, en sá þriðju endaði 22-30 fyrir Vestra og munurinn ekki nema tíu stig. Þór sótti á Vestra í byrjun fjórða leikhlutar, en Vestri byrjaði hann án Ken-Jah sem var kominn með fjórar villur. Kom hann inn á þegar 7:47 voru eftir af leiknum en innan skamms var hann búinn að setja niður 5 stig án svars frá Þór og greinilegt að Ken-Jah ætlaði að klára þennan leik. Fór svo að Vestri hafði á endanum sigur, 88-77 og fyrstu stig vetrarins mætt í hús fyrir vestan. Af hverju vann Vestri? Ken-Jah tók yfir fjórða leikhluta og sigldi þessu heim fyrir Vestra. Eftir að hafa lent í villuvandræðum seint í þriðja leikhluta var hann tekinn út af og hvíldur þar til um 7 mínútur voru eftir af leiknum. Þá er staðan 69-65 fyrir Vestra og vindurinn í bak hjá Þór. Ken-Jah tekur þá einfaldlega yfir leikinn og kemur Vestra í 74-65 á næstu mínútunni eða svo. Hann heldur svo uppteknum hætti áfram og fyrr en varir er Vestri komið í 88-70 og leikurinn svo gott sem búinn. Einnig má kannski nefna fráköstin en ef eruð skoðaðir þeir fimm leikmenn sem höfðu flest fráköstin, þá er Atle Bouna hjá Þór með 7 fráköst, en hinir 4 hjá Vestra með samtals 39 fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Hérna er auðvelt að segja Ken-Jah, en mikilvægi hans fyrir Vestra sýndi sig í fjórða leikhlutanum þegar hann tók yfir leikinn og sá til þessa að lokamínúturnar yrðu ekki jafn spennandi og upphafið af fjórða leikhluta. Hvað gekk illa? Mér fannst Þór stundum vera missa boltann klaufalega sem og auðvitað varnarleikurinn í fjórða leikhluta þegar Ken-Jah kemur inn á. Þar áttu norðanmenn engin svör. Hvað gerist næst? Vestri fer suður fyrir heiðar og mætir Val á Hlíðarenda þann 28. október en Þór á heimaleik gegn Stjörnunni daginn eftir, 29. október. Pétur Már Sigurðsson: „Vorum góðir og lélegir til skiptis“ „Bara gott að vinna, við spiluðum ágætlega, við spiluðum illa, við spiluðum ágætlega, við spiluðum illa“ sagði Pétur rétt eftir leik. Sem var greinilega ekki alveg sáttur við spilamennsku sinna manna rétt eftir leik. Fannst Pétri vanta meiri stöðuleika í spilamennsku sinna manna? „Margt að laga, en gott að landa þessum sigri hérna“ Voru þetta fyrstu stig Vestra í kvöld og þegar Pétur var spurður að því hvort ekki væri ákveðinn léttir að vera kominn á töfluna sagði hann að það væri svo sem léttir og ekki léttir. „Léttir og ekki léttir, stefnan er bara að reyna vinna alla leiki og það tókst í dag. Spilamennskan var bara góð á köflum og ekki góð á köflum“ Pétur hrósaði stemningunni í Þórs liðinu, en í þeirra hóp vantaði tvo öfluga leikmenn. „Þeir gerðu vel og gáfu okkur hörku leik, við vorum oft á tíðum full værukærir, en náðum að standast þetta í restina“ Vestri á Val í næsta leik eftir tæpa viku og hefst undirbúningurinn fyrir þann leik strax á sunnudag. „Við bara recoverum eftir þennan leik og byrjum að undirbúa okkur á sunnudag. Vonandi verðum við bara klárir í þann leik. Bjarki Ármann: „Svekkjandi úrslit, ætluðum að koma hingað til að vinna“ Fyrstu viðbrögð hjá Bjarka Ármanni Oddsyni, þjálfara Þórs, eftir leik voru að menn voru svekktir, en þeir hefðu mætt vestur til að vinna leikinn. „Engar afsakanir“ þegar Bjarki var spurður hvort að breytingar á ferðatilhögun liðsins hafi átt þátt í leik kvöldsins, en Þórsarar gátu ekki flogið vestur og þurftu því að keyra vestur tæpa 600km. „Við fengum einfaldlega á okkur alltof mörg stig, þeir skoruðu 88 stig sem er bara alltof mikið þar sem þeir voru ekkert að skjóta sérstaklega vel“ sagði Bjarki sem var klárlega ekki sáttur við að sínir menn hafi fengið á sig 88 stig. „Við gerðum okkur líklega í fjórða leikhluta en þá tók Ken-Jah yfir leikinn, bara frábær leikmaður“ en eins og áður sagði, þá tók Ken-Jah yfir fjórða leikhluta þegar Þór var fjórum stigum frá Vestra og lokaði leiknum. „momentið var svona aðeins með okkur og Pétur tekur þá gott leikhlé sem kveikir á Ken-Jah og svo auðvitað Hilmir líka stórkostlegur“ sagði Bjarki. Spurður um næsta leik gegn Stjörnunni, þá segir Bjarki að sínir menn fari í alla leiki til að vinna og hlakkar til að fá Stjörnuna í heimsókn. En áður en að því kemur, þurfa Þórsarar að keyra heim tæplega 600km með núll stig í skottinu og óskum við þeim góðrar ferðar. Subway-deild karla Vestri Þór Akureyri Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Vestri tók á móti Þór í 3. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í járnum mest allan tímann, en að lokum hafði Vestri sigur, 88-77, eftir að Ken-Jah hafði tekið yfir fjórða leikhlutann. Vestri leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, sem endaði 20-19, en augljóst var að bæði liðin ætluðu að gefa allt í leikinn, enda hvorugt þeirra komið með stig á töfluna. Í öðrum leikhluta var Vestri sterkari aðilinn og unnu hann með sjö stigum, 27-20, en sá þriðju endaði 22-30 fyrir Vestra og munurinn ekki nema tíu stig. Þór sótti á Vestra í byrjun fjórða leikhlutar, en Vestri byrjaði hann án Ken-Jah sem var kominn með fjórar villur. Kom hann inn á þegar 7:47 voru eftir af leiknum en innan skamms var hann búinn að setja niður 5 stig án svars frá Þór og greinilegt að Ken-Jah ætlaði að klára þennan leik. Fór svo að Vestri hafði á endanum sigur, 88-77 og fyrstu stig vetrarins mætt í hús fyrir vestan. Af hverju vann Vestri? Ken-Jah tók yfir fjórða leikhluta og sigldi þessu heim fyrir Vestra. Eftir að hafa lent í villuvandræðum seint í þriðja leikhluta var hann tekinn út af og hvíldur þar til um 7 mínútur voru eftir af leiknum. Þá er staðan 69-65 fyrir Vestra og vindurinn í bak hjá Þór. Ken-Jah tekur þá einfaldlega yfir leikinn og kemur Vestra í 74-65 á næstu mínútunni eða svo. Hann heldur svo uppteknum hætti áfram og fyrr en varir er Vestri komið í 88-70 og leikurinn svo gott sem búinn. Einnig má kannski nefna fráköstin en ef eruð skoðaðir þeir fimm leikmenn sem höfðu flest fráköstin, þá er Atle Bouna hjá Þór með 7 fráköst, en hinir 4 hjá Vestra með samtals 39 fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Hérna er auðvelt að segja Ken-Jah, en mikilvægi hans fyrir Vestra sýndi sig í fjórða leikhlutanum þegar hann tók yfir leikinn og sá til þessa að lokamínúturnar yrðu ekki jafn spennandi og upphafið af fjórða leikhluta. Hvað gekk illa? Mér fannst Þór stundum vera missa boltann klaufalega sem og auðvitað varnarleikurinn í fjórða leikhluta þegar Ken-Jah kemur inn á. Þar áttu norðanmenn engin svör. Hvað gerist næst? Vestri fer suður fyrir heiðar og mætir Val á Hlíðarenda þann 28. október en Þór á heimaleik gegn Stjörnunni daginn eftir, 29. október. Pétur Már Sigurðsson: „Vorum góðir og lélegir til skiptis“ „Bara gott að vinna, við spiluðum ágætlega, við spiluðum illa, við spiluðum ágætlega, við spiluðum illa“ sagði Pétur rétt eftir leik. Sem var greinilega ekki alveg sáttur við spilamennsku sinna manna rétt eftir leik. Fannst Pétri vanta meiri stöðuleika í spilamennsku sinna manna? „Margt að laga, en gott að landa þessum sigri hérna“ Voru þetta fyrstu stig Vestra í kvöld og þegar Pétur var spurður að því hvort ekki væri ákveðinn léttir að vera kominn á töfluna sagði hann að það væri svo sem léttir og ekki léttir. „Léttir og ekki léttir, stefnan er bara að reyna vinna alla leiki og það tókst í dag. Spilamennskan var bara góð á köflum og ekki góð á köflum“ Pétur hrósaði stemningunni í Þórs liðinu, en í þeirra hóp vantaði tvo öfluga leikmenn. „Þeir gerðu vel og gáfu okkur hörku leik, við vorum oft á tíðum full værukærir, en náðum að standast þetta í restina“ Vestri á Val í næsta leik eftir tæpa viku og hefst undirbúningurinn fyrir þann leik strax á sunnudag. „Við bara recoverum eftir þennan leik og byrjum að undirbúa okkur á sunnudag. Vonandi verðum við bara klárir í þann leik. Bjarki Ármann: „Svekkjandi úrslit, ætluðum að koma hingað til að vinna“ Fyrstu viðbrögð hjá Bjarka Ármanni Oddsyni, þjálfara Þórs, eftir leik voru að menn voru svekktir, en þeir hefðu mætt vestur til að vinna leikinn. „Engar afsakanir“ þegar Bjarki var spurður hvort að breytingar á ferðatilhögun liðsins hafi átt þátt í leik kvöldsins, en Þórsarar gátu ekki flogið vestur og þurftu því að keyra vestur tæpa 600km. „Við fengum einfaldlega á okkur alltof mörg stig, þeir skoruðu 88 stig sem er bara alltof mikið þar sem þeir voru ekkert að skjóta sérstaklega vel“ sagði Bjarki sem var klárlega ekki sáttur við að sínir menn hafi fengið á sig 88 stig. „Við gerðum okkur líklega í fjórða leikhluta en þá tók Ken-Jah yfir leikinn, bara frábær leikmaður“ en eins og áður sagði, þá tók Ken-Jah yfir fjórða leikhluta þegar Þór var fjórum stigum frá Vestra og lokaði leiknum. „momentið var svona aðeins með okkur og Pétur tekur þá gott leikhlé sem kveikir á Ken-Jah og svo auðvitað Hilmir líka stórkostlegur“ sagði Bjarki. Spurður um næsta leik gegn Stjörnunni, þá segir Bjarki að sínir menn fari í alla leiki til að vinna og hlakkar til að fá Stjörnuna í heimsókn. En áður en að því kemur, þurfa Þórsarar að keyra heim tæplega 600km með núll stig í skottinu og óskum við þeim góðrar ferðar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti