Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 12:01 Helgi Gunnlaugsson furður sig á ýmsu hvað varðar Rauðagerðismálið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent