Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 18:31 Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47