Aue tapaði naumlega gegn Bietigheim í kvöld, lokatölur 36-33. Arnar Birkir var markahæstur í liði Aue með sex mörk. Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson leikur einnig með Aue en tókst ekki að verja skot í kvöld.
Gummersbach vann þægilegan sex marka sigur á Hüttenberg, 40-34, og er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk í liði Gummersbach í kvöld og Hákon Daði Styrmisson gerði þrjú. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.