Verstappen á að hafa kallað Hamilton „heimskan hálfvita“ í kallkerfi Redbull liðsins á meðan æfingunni stóð. Að auki sýndi Verstappen Hamilton fingurinn samkvæmt fréttum. Mikill hiti, en Verstappen hefur nauma forystu í stigakeppni ökuþóra. Hvorugur þeirra átti þó besta tíma dagsins.
Allt hófst þetta þegar Hamilton ók upp að hlið Verstappen fyrir síðustu beygjuna í öðrum hring æfingarinnar. Verstappen varð saltvondur í kjölfarið. Hamilton hafði þó verið ósáttur við Redbull ökumanninn skömmu áður þegar Verstappen hægði á sér þegar að Hamilton vildi halda sama hraða til þess að hafa dekkin í réttu hitastigi fyrir sinn hraðasta hring.
Title rivals Max Verstappen and Lewis Hamilton clashed in second practice at the #USGrandPrix as Red Bull's Sergio Perez emerged with the fastest time. #bbcf1 #F1
— BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2021
Það var svo á endanum Sergio Perez sem átti besta tímann á æfingunni. Perez keyrir fyrir Redbull rétt eins og Verstappen. Hamilton hefði átt hraðasta tímann en hann fór smávægilega út fyrir mörk brautarinnar og því stóð hans besti hringur ekki.
Verstappen hefur sex stiga forystu í stigakeppni ökuþóra á Hamilton þegar sex keppnir eru eftir.