Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 12:31 Grindavík jarðskjálftar Vísir/Vilhelm Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira