ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 13:20 Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR. Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR.
Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent