Kristilegir demókratar í kreppu Ívar Már Arthúrsson skrifar 26. október 2021 15:00 Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun