Gestirnir frá Þýskalandi skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru mun sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik. Mest náði liðið fimm marka forystu en heimamenn að minnka muninn niður í tvö mörk áður en hálfleiksflautið gall, staðan þá 12-10 Lemgo í vil.
Í þeim síðari tók Lemgo aftur öll völd á vellinum og komst sex mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að komast aftur inn í leikinn en tókst ekki að ógna forystu gestanna. Fór það svo að Lemgo vann eins marks sigur, 28-27.
Bjarki Már skoraði fjögur mörk í liði gestanna og átti því sinn þátt í sigrinum. Markahæstur var Jonathan Carlsbogard með sjö mörk.
Lemgo er með tvö stig í 4. sæti B-riðils að loknum tveimur leikjum.