Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 08:42 Verkamenn bisa við nýjan sjóvarnargarð á Boigu-eyju í Torres-sundi. Fleiri en 250 eyjur eru í sundinu sem skilur að Cape York-skaga Ástralíu og suðurströnd Papúa Nýju-Gíneu. Þær eru á meðal fjölda Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Vísir/Getty Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00